Fjölskylda hins smitaða ekki í sýnatöku

Verið er að rekja ferðir mannsins en hann var á …
Verið er að rekja ferðir mannsins en hann var á ferð með eiginkonu sinn og tveimur ungum börnum. Þau dvelja nú öll í farsóttarhúsi á Akureyri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskylda erlends ferðamanns sem átti leið um Norðurland þegar hann fann fyrir einkennum COVID-19 og fór í sýnatöku sem reyndist jákvæð er einkennalaus og hefur hvorki eiginkona mannsins né börn þeirra farið í sýnatöku, að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 

Maðurinn hafði ekki greinst áður, en Páley gefur ekki upp hvaðan hann kom að utan. 

Verið er að rekja ferðir mannsins en hann var á ferð með eiginkonu sinn og tveimur ungum börnum. Þau dvelja nú öll í farsóttarhúsi á Akureyri. 

„Hann fær einkenni virðist vera og leitar á heilsugæsluna og kemur í skimun. Eftir að hann var búinn að fara í próf fer hann í einangrun og fjölskyldan í sóttkví. Þar eru þau búin að vera síðan,“ segir Páley í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert