Icelandair kemst í gegnum aðra bylgju

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áætlanir Icelandair miðast við að fyrirtækið geti komist í gegnum aðra bylgju kórónuveirusmita. Fyrirtækið er jafnframt vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun.

Þetta segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, í Morgunblaðinu í dag.

Í kjölfar frétta af útbreiðslu veirunnar hér á landi hefur Icelandair nú yfirfarið þjónustustig og upplýsingagjöf fyrirtækisins. „Við erum að snúa hlutunum við einu sinni enn til að vera tilbúin. Við erum í startholunum fyrir hvað sem er. Nú erum við að skoða innanlandsflugið og þjónustustigið þar,“ segir Birna.

Spurð hvort nýjar reglur stjórnvalda hafi áhrif á félagið segir Birna að þau verði ekki mikil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »