Selt rúmlega hálfa milljón grímna

Það hefur verið nóg um að vera í Rekstrarvörum undanfarinn …
Það hefur verið nóg um að vera í Rekstrarvörum undanfarinn sólarhring. mbl.is/Arnþór Birkisson

Rekstrarvörur hafa selt rúmlega hálfa milljón grímna síðasta sólarhring, eftir að tilkynnt var í hádeginu í gær að grímuskylda væri við ákveðnar aðstæður, en ekkert lát virðist á sölunni. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafa útvegað sér grímur.

Ein­ar Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Rekstr­ar­vara, segir að auk þess hafi verið gríðarlega mikil sala í öðrum sóttvarnavörum; handspritti, sótthreinsiklútum, yfirborðsspritti og hönskum.

Hann segir ljóst að Íslendingar vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda kórónuveirunni niðri.

Einar ítrekar að birgðastaða hlífðarfatnaðar, spritts og handsápu sé mjög góð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert