Allt að 17 stiga hiti í dag

Austlæg átt verður á landinu í dag.
Austlæg átt verður á landinu í dag.

Spáð er austlægri átt á landinu í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu suðaustanlands og norðvestan til en annars verða víða skúrir.

Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig, svalast á Vestfjörðum.

Aukið afrennsli á Austfjörðum

Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að talsverð úrkoma hafi verið á Austjörðum og að búast megi við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni.

Ferðamenn eru beðnir um að sýn aðgát í fjalllendi og í nágrenni árfarvega. Með talsverðri úrkomu á Suðausturlandi og við Mýrdalsjökul er búist við auknum vatnavöxtum á svæðinu. Ferðamenn eru beðnir um að sýna aðgát en vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir.

„Aukin rafleiðni mælist í Múlakvísl sökum þess að jarðhitavatn er að leka í ána. Samhliða þessu hefur jarðskjálftavirkni í sunnanverðum Mýrdalsjökli aukist sem líklega tengist lekanum. Brennisteinslykt finnst við ána og gasmælar við Láguhvola hafa sýnt aukið gasútstreymi. Ferðamenn eru beðnir um að sýna aðgát nærri upptökum árinnar. Svona leki jarðhitavatns hefur verið síðustu sumur í Múlakvísl,“ segir í athugasemdunum.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert