Andlát: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur hjá Ríkisútvarpinu, er látin, 79 ára að aldri. Ragnheiður hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1962 og starfaði þar allt til ársins 2006.

Ríkisútvarpið skipaði stóran sess í lífi Ragnheiðar og var hún ein af þekktustu röddum útvarpsins. Hún var dóttir Péturs Péturssonar þular hjá Ríkisútvarpinu og Ingibjargar Birnu Jónsdóttur húsmóður. Hún var gift Jóni Múla Árnasyni, þul og tónskáldi. Saman áttu þau eina dóttur, Sólveigu Önnu, formann Eflingar.

Ragnheiður var áður gift Gunnari Eyþórssyni, en saman eignuðust þau þrjú börn, Pétur, sem starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu, en hann lést 2018, Eyþór tónlistarmann og Birnu, verkefnastjóra hjá Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina