Einn COVID-19-flutningur í nótt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eins COVID-19-flutnings í nótt. Tíu slíkir flutningar með sjúklinga voru á dagvaktinni í gær.

Fleiri slíkir flutningar bíða dagsins í dag.

Alls voru átján útköll á sjúkrabíl í nótt og þrjú á slökkvibíl og voru þau þrjú síðarnefndu smávægileg, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

mbl.is