Ekki ásættanlegt ef fólk kemst ekki í sýnatökur

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er ásættanlegt að heyra sögur af því að fólk sem er með einkenni kórónuveirunnar komist ekki í sýnatökur. Þetta sagði Alma Möller landslæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar.

Hún vildi jafnframt brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að hafa lágan þröskuld á því að taka sýni.

Í gær greindi mbl.is frá því að ungri konu hefði tvisvar sinnum verið neitað um sýnatöku í mars.

Sambýlismanni ungrar konu var sömuleiðis margsinnis neitað um sýnatöku í síðari hluta júlímánaðar.

mbl.is