Hafa fært til flugferðir

Þotur Icelandair
Þotur Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur þurft að endurmeta sætaframboð félagsins daglega vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þá hefur félagið sömuleiðis þurft að breyta dagsetningum á flugferðum.

Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Morgunblaðið. Nú síðast var flugum til og frá London flýtt um einn dag. Aðspurð segir Ásdís ástæðuna þar að baki vera aðlögun eftirspurnar.

„Við erum stöðugt að endurmeta stöðuna þannig að núna erum við að fljúga þrisvar sinnum í viku til London. Við erum með því að aðlaga okkur að eftirspurn, en hún hefur verið minni vegna ástandsins þar,“ segir Ásdís, en Bretland er eitt þeirra ríkja sem skilgreint er sem áhættusvæði af íslenskum stjórnvöldum.

Ljóst er að eftirspurn í flugheimum er sífellt að breytast og segir Ásdís að sökum þess þurfi Icelandair að vera sveigjanlegt í sinni nálgun. „Við erum að skoða stöðuna frá degi til daga og viku til viku. Það er mismunandi eftirspurn til áfangastaðanna og við erum að gera það alla daga. Ástandið er síbreytilegt þannig að við þurfum að vera sveigjanleg,“ segir Ásdís í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert