Lýst eftir Konráði í Belgíu

Þessar myndir fylgja tilkynningu lögreglunnar.
Þessar myndir fylgja tilkynningu lögreglunnar.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lýsir eftir Konráði Hrafnkelssyni.

Fram kemur í tilkynningu frá embætti að Konráð hafi yfirgefið heimili sitt í Belgíu að morgni fimmtudagsins 30. júlí um kl. 08.10.

„Um kl. 09.00 þann sama morgun sást til Konráðs á McDonalds í miðbæ Brussel. Þegar Konráð yfirgaf heimili sitt var hann klæddur í bláar gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-íþróttaskó, dökka derhúfu, svört Marshall-heyrnartól og með dökkan bakpoka. Konráð var á bláu reiðhjóli.“

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim sem mögulega vita eitthvað um ferðir Konráðs eða hvar hann er að finna.

Bent er á að fjölskylda Konráðs hafi auglýst eftir honum á facebooksíðu unnustu hans, Kristjönu Diljár Þórarinsdóttur, og þessar myndir af Konráði fengnar þaðan.

mbl.is