Midi.is skilaði 25 milljóna kr. hagnaði

Forsíða midi.is.
Forsíða midi.is. mbl.is

Miðasölukerfið Midi.is skilaði nær 25 milljóna króna hagnaði á árinu 2019. Er það rétt um 47 milljóna króna viðsnúningur frá árinu áður þegar rekstrartapið nam tæpum 22 milljónum króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem birtur var í gær.

Þrátt fyrir jákvæða rekstrarniðurstöðu var hægt að rekja hana til annars en tekna af miðasölu. Fyrirtækið var á árinu keypt af Tix miðasölu ehf. og í tengslum við söluna gáfu fyrrverandi eigendur, 365 miðlar hf., auk nokkurra kröfuhafa eftir kröfur á félagið. Var eftirgefin fjárhæð færð til tekna undir liðnum aðrar tekjur. Alls nam hún ríflega 45 milljónum króna, en til samanburðar voru tekjur af sölu ríflega 11 milljónir króna. Dróst salan saman um sex milljónir króna milli ára. Heildareignir félagsins í árslok samkvæmt ársreikningi voru 98,8 milljónir króna og eigið fé 28,3 milljónir króna. Nam eiginfjárhlutfallið undir lok árs því 28,7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert