Rannsaka þarf áhrifin á fuglalífið

Svæðið við Breiðafjörð er mikilvægt fyrir haferni og fleiri fugla.
Svæðið við Breiðafjörð er mikilvægt fyrir haferni og fleiri fugla. mbl.is/Golli

Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlanir fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna tveggja fyrirhugaðra vindorkuvera með skilyrðum. Það er annars vegar tillaga EM Orku að matsáætlun vegna allt að 130 MW vindorkuvers í landi Garpsdals í Reykhólahreppi. Hins vegar tillaga Storm Orku að 80-130 MW vindorkuveri í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð.

Í báðum skýrslunum er fjallað um mat á áhrifum slíkra framkvæmda á fugla, en þekkt er erlendis að vindorkuver geta haft mikil áhrif á fuglalíf. Þau eru því einn þýðingarmesti þáttur umhverfismats vindorkuvera.

Samkvæmt tillögu EM Orku er áætlað að reisa vindorkuver á 437 hektara svæði úr landi Garpsdals. Samkvæmt upplýsingum sem bárust frá framkvæmdaaðila í apríl 2020 er miðað við 21 vindmyllu. Þá er afmörkun framkvæmdasvæðisins stækkuð úr 325 hekturum í 437 hektara. Samkvæmt tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að afl vindorkuversins verði 88,2 MW. Reiknað er með að hver vindmylla verði um 158 metra há (heildarhæð). Gert er ráð fyrir safnstöð innan vindorkugarðsins þar sem spenna verður hækkuð í 132 kV. Þaðan verður tenging við spennistöð Landsnets í Geiradal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert