Sambíóin minnka sætaframboð vegna veiru

mbl.is/Hjörtur

Sambíóin munu minnka sætaframboð í sölum eftir stærð þeirra vegna nýrra tilmæla yfirvalda um að fleiri en 100 megi ekki koma saman og tveggja metra reglan sé aftur í gildi. 

Framboðið verður minnkað eftir stærð sala en Sambíóin ætla að sjá til þess að aldrei verði fleiri en 100 manns í einum sal samtímis. Þá verður alltaf að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli fólks í sölum Sambíóanna. 

„Sambíóin vilja undirstrika það að heilsa, öryggi og vellíðan bíógesta og starfsfólks okkar er ávallt fyrsta forgangsatriði“, segir í tilkynningu frá Sambíóunum. 

mbl.is