Sjö jákvæð sýni greindust í gær

Sjö smit greindust í gær.
Sjö smit greindust í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö jákvæð sýni kórónuveirunnar greindust hérlendis í gær. Eftir á að gera mótefnamælingar og kemur þá í ljós hvort um sé að ræða ný smit eða gömul, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans.

„Þegar sýni koma jákvæð vitum við ekki hvort þetta er smitandi eða ekki. Þess vegna eru gerð mótefnapróf. Ef þau eru neikvæð ályktum við sem svo að þetta séu veik smit, að því gefnu að ekki hafi verið staðfest veikindi áður,“ útskýrir Már.

„Ef þú ert með jákvætt sýni og mótefni lítum við svo á að þetta sé gamalt smitefni sem er ekki smitandi.“

Einn liggur á legudeild Landspítalans með COVID-19.

Á covid.is kemur fram að 58 séu í einangrun og 454 í sóttkví. Alls voru 287 í sóttkví í gær og hefur því fjölgað í hópnum um 167 á einum sólarhring.

Smitin sjö sem greindust í gær voru innanlandssmit og eitt til viðbótar greindist á landamærunum og bíður eftir mótefnamælingu.

Staðfest smit á landinu frá 28. febrúar eru orðin 1.893 talsins.

mbl.is