Skuldarar í betri stöðu en eftir hrun

Félagið Íþaka hugðist ganga að eign sinni á Höfðatorgi.
Félagið Íþaka hugðist ganga að eign sinni á Höfðatorgi. mbl.is/Baldur Arnarson

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir félagið Íþöku hafa sem leigusali viljað ganga að ábyrgð Íslandsbanka á leigugreiðslum Íslandshótela vegna hótels í Katrínartúni. Það er stærsta hótel landsins.

Sigurður segir vígstöðu fyrirtækja í skuldavanda hafa styrkst mikið með nýrri lagasetningu.

„Eftir hrunið 2008 var meira hugað að lagasetningu til hagsbóta fyrir kröfuhafa og þeim gert auðvelt að knýja skuldara í þrot. Þannig gat lánardrottinn komið fram gjaldþroti ef skuldari lýsti því ekki formlega yfir að hann gæti greitt skuld sína við viðkomandi lánardrottin þegar hún félli í gjalddaga, eða innan skamms tíma, ef hún var þegar fallin í gjalddaga,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »