Spiluðu eins og þjóðhátíð væri sett

Mynd af brennunni sem stóð fyrir sínu.
Mynd af brennunni sem stóð fyrir sínu. mbl.is/Elías Jörundur Friðriksson

Margar hefðir eru á þjóðhátíð. Þegar hátíðin er sett spilar Lúðrasveit Vestmannaeyja þjóðhátíðarlögin góðu. Þeir félagar í sveitinni létu sitt ekki eftir liggja í gær og mættu á sínum tíma og spiluðu sín lög eins og um setningu væri að ræða. Jarl Sigurgeirsson er stjórnandi sveitarinnar.

Hjónin Magnús Jónsson og Súsanna héldu sitt setningarkaffi í bílskúrnum …
Hjónin Magnús Jónsson og Súsanna héldu sitt setningarkaffi í bílskúrnum sínum í gær, þar sem vinir og vandamenn mættu og nutu veitinga. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þegar setning er búin fer fólk í tjald sitt og fær sér tertur, smurt brauð og annars konar veislumat með kaffi eða kakói. Eins og vænta mátti var engin setning í gær en hjónin Magnús Jónsson og Súsanna héldu sitt setningarkaffi í bílskúrnum sínum í gær, þar sem vinir og vandamenn mættu og nutu veitinga. 

Flugeldum var skotið upp við brennuna.
Flugeldum var skotið upp við brennuna. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Gera má ráð fyrir að fólk grilli kjöt eða sjóði kjötsúpu og borði í tjöldum sínum, sem eru á lóðum eigendanna núna um helgina. Þannig reynir fólk að halda í hefðir helgarinnar og fólk getur verið með sína þjóðhátíð heima hjá sér.

Brenna fór fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld þrátt fyrir að hætt hafi verið við ýmsa viðburði en eins og mbl.is hefur áður greint frá setti bæjarráð Vestmannaeyja skilyrði um að Herjólfsdalur yrði lokaður fyrir umferð fólks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert