13 ný smit innanlands

Sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur undanfarna mánuði skimað fyrir COVID-19.
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur undanfarna mánuði skimað fyrir COVID-19. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls eru 72 í einangrun vegna kórónuveirunnar og hefur þeim fjölgað um 14 á milli daga. 569 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. Þrettán ný smit voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar eftir að hafa greinst með smit á landamærunum. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Frá því fyrsta kórónuveirusmitið kom upp á Íslandi hafa 1.907 einstaklingar veikst af COVID-19 og tíu látist. 

Alls hafa verið tekin 72.816 sýni innanlands og 66.168 á landamærum. Í gær voru tekin 2.362 sýni á landamærunum, 271 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 555 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 
Ef horft er til hlutfalls smita á Íslandi síðustu 14 daga er það 15,5 innanlandssmit á hverja 100 þúsund íbúa en stutt er síðan að það var innan við 2. Á landamærunum er hlutfallið aftur á móti 2,5.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert