Allt með kyrrum kjörum á Lóðahátíð

Margir tjölduðu í görðum sínum.
Margir tjölduðu í görðum sínum. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Svokölluð Lóðahátíð í Vestmannaeyjum hefur farið vel af stað og var nóttin með hinu rólegasta móti að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum. Ekki síst í ljósi þess að um þjóðhátíðarhelgina er að ræða. 

„Ég get ekki betur séð en það hafi verið mjög rólegt í nótt og engin alvarleg mál komið upp,” segir Jóhannes við mbl.is.

Veður var með besta móti fyrri hluta dags en þegar leið á kvöldið komu nokkrir dropar öðru hverju áður en það byrjaði að rigna á hátíðargesti rétt undir miðnætti.

Á Lóðahátíðinni tjölduðu margir Eyjamenn á lóðum sínum á meðan aðrir höfðust við í bílskúrum sínum en en götugrill voru haldin við Smáragötu og Litlagerði.

Að sögn Jóhannesar hefur helgin verið skrýtin fyrir Eyjamenn.

„Þetta er mjög sérstakur tími og að á sunnudagsmorgni hafi enginn verið á ferðinni og enginn í Herjólfsdal,” segir Jóhannes.

Sigurjón Ingólfsson leiddi hópsöng fyrir íbúa í Smáragötu.
Sigurjón Ingólfsson leiddi hópsöng fyrir íbúa í Smáragötu. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert