Fjölmennustu partíin leyst upp

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna hávaða frá heimasamkvæmum. Fjölmennustu partíin voru leyst upp og fóru allir að fyrirmælum lögreglu og gistir enginn fangageymslur lögreglunnar í bænum.

Að sögn varðstjóra er mikið af fólki í bænum og þegar veitingastöðum var lokað klukkan 23 voru greinilega ekki allir tilbúnir að hætta að skemmta sér og héldu áfram í heimahúsum. Var í raun stöðugur erill frá miðnætti til morguns hjá lögreglu vegna þessa.

Umsjónarfólk tjaldstæða á Akureyri þurfti að takmarka fjölda fólks þar um helgina en mjög margir gista í sumarhúsum í nágrenninu sem og í orlofsíbúðum í bænum og því margt um manninn.

mbl.is