Lögreglan rannsakar heimilisofbeldi

Lögreglan var kölluð út vegna heimilisofbeldis í Hafnarfirði í nótt en lögreglan sinnti fjölda útkalla í gærkvöldi og nótt. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu fór lögreglan á heimilið í Hafnarfirði og stöðvaði ofbeldið. Málið sé nú í rannsókn en ekki kemur fram hvort sá sem beitti ofbeldinu var tekinn af heimilinu og vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi og nótt og tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.

mbl.is