Vona að rannsókn lögreglu fari að skila árangri

Konráðs Hrafnkelssonar hefur verið saknað frá því á fimmtudag.
Konráðs Hrafnkelssonar hefur verið saknað frá því á fimmtudag. Ljósmynd/Lögreglan

Konráð Hrafnkelsson, sem hefur verið saknað síðan á fimmtudag, er enn ekki kominn í leitirnar.

Lögreglan hér á landi og í Belgíu, þar sem síðast spurðist til hans, er að vinna í málinu og vonast fjölskylda hans til þess að sú vinna fari að skila einhverjum árangri, að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldunni.

Haldið verður áfram að dreifa upplýsingum á samfélagsmiðlum, en búið er að auglýsa eftir Konráð víða í Belgíu.

Þeim sem kunna að hafa upp­lýs­ing­ar um ferðir Kon­ráðs er bent á að hafa sam­band við aðstand­end­ur gegn­um tölvu­póst­fangið info.konn­i92@gmail.com eða með því að hringja í lög­regl­una á Norður­landi eystra í síma 444-2800.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert