19 af hverjum 20 ekki með COVID

Tjaldið er staðsett við gamla Orkuhúsið.
Tjaldið er staðsett við gamla Orkuhúsið. mbl.is/Árni Sæberg

Tjald sem mun nýtast við sýnatöku vegna kórónuveiru hefur nú risið við gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut 34. Þar munu ökumenn geta farið í kórónuveirupróf. Tveir bílar eiga að geta verið í tjaldinu samtímis, að sögn Óskar Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tjaldið verður vonandi tekið í notkun í vikunni.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag beindi Óskar því til fólks að hringja á undan sér væri það með einkenni kórónuveirunnar, í stað þess að mæta beint á heilsugæslu. Í samtali við mbl.is í dag sagði Óskar að það væri ekki mikið um að fólk mætti beint á heilsugæslu í stað þess að hringja á undan sér en þó hefðu einhverjir gert það. Þá sagði Óskar að nítján af hverjum tuttugu sem hefðu samband við heilsugæsluna vegna gruns um kórónuveirusmit væru ekki smitaðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert