Grímuskylda vari ferðin lengur en 30 mínútur

Fólk á ferðinni með grímur.
Fólk á ferðinni með grímur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gerð verður sú breyting hérlendis að skýrt verður hversu mörgum viðskiptavinum sé heimilt að vera inni í matvöruverslunum. Einnig verður skýrt kveðið á um að nota skuli andlitsgrímu í almenningssamgöngum vari ferðin lengur en þrjátíu mínútur.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að innleiða þessar breytingar á auglýsingu sem var birt 31. júlí að tillögu sóttvarnalæknis, að því er segir í tilkynningu. Breytingarnar gilda til 13. ágúst.

Einnig verður gert skýrt á ný hversu margir gestir séu leyfilegir á sund- og baðstöðum. Um sömu reglu er að ræða og gilti fyrr í sumar.

Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem er talið að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23.

mbl.is