Ljósleiðari við Hveragerði slitnaði

Slitið varð rétt austan við Hveragerði.
Slitið varð rétt austan við Hveragerði.

Slit varð á ljósleiðaralandshring Mílu, á milli Hveragerðis og Selfoss, í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu ætti slitið ekki að hafa mikil áhrif þar sem um hringtengingu er að ræða. 

Sigríður Jónsdóttir hjá Mílu staðfestir við mbl.is að slitið hafi orðið vegna framkvæmda á svæðinu rétt austan við Hveragerði. Segir hún að þegar sé viðgerðahópur farinn á staðinn og viðgerð ætti að klárast síðar í dag.

mbl.is