Októberfest SHÍ aflýst

Októberfest SHÍ verður ekki haldið í ár.
Októberfest SHÍ verður ekki haldið í ár. Mbl.is/Eggert

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur tilkynnt að árlegt októberfest SHÍ verði ekki haldið í ár. Ekki sé unnt að halda hátíðina vegna þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi. Vill stúdentaráð sýna samfélagslega ábyrgð með því að aflýsa hátíðinni.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu hátíðarinnar en þar segir jafnframt að hátíðin í ár hafi átt að vera stærri en nokkru sinni fyrr. Skipuleggjendur hátíðarinnar lofa hins vegar enn meira fjöri að ári. Hátíðin hefur verið haldin um árabil og er einn stærsti viðburður ársins í Háskóla Íslands. 

mbl.is