Rúmlega fimmtíu kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af rúmlega fimmtíu ökumönnum um …
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af rúmlega fimmtíu ökumönnum um verslunarmannahelgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega fimmtíu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum dagana fyrir og um verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Þá ók einn Reykjanesbrautina á 134 km/klst. í gærmorgun og er sá grunaður um ölvunarakstur. Annar ökumaður mældist á 110 km/klst. en gaf svo í eftir að lögregla hafði haft afskipti af honum og mældist þá á 115 km/klst.

Þrír voru teknir fyrir akstur án ökuréttinda, þar af einn sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi.  

mbl.is