Seljast eins og heitar lummur

Grímur Ölbu koma í ýmsum litum og mynstrum.
Grímur Ölbu koma í ýmsum litum og mynstrum. Ljósmynd/Sigurður Unnar Ragnarsson

Fjöldi fólks hafði samband við Ölbu Indíönu Ásgeirsdóttur þegar hún setti inn færslu á Facebook og auglýsti handsaumaðar andlitsgrímur.

Eftirspurnin lét ekki á sér standa þar sem hertar sóttvarnareglur áskilja grímunotkun hvar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni.

„Ég hafði bara saumað grímur handa mér og systur minni og átti afgang af efni til að sauma meira. Mamma mín stakk síðan upp á að byrja að selja þær,“ segir Alba. Hún gaf lítið fyrir hugmyndina í byrjun en ákvað síðan að setja inn færslu á Facebook og fyrr en varði höfðu 30 manns sett sig í samband við Ölbu eða skrifað athugasemdir við færsluna í von um eintak, á tveimur dögum.

„Ég var mjög hissa yfir þessu,“ segir Alba. Að lokum ákvað hún að taka ekki við fleiri fyrirspurnum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »