Taka ákvörðun um maraþonið

Frá Reykjavíkurmaraþoni.
Frá Reykjavíkurmaraþoni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íþróttabandalag Reykjavíkur mun funda í dag um hvort Reykjavíkurmaraþonið mun fara fram, en fundurinn hefst klukkan níu árdegis.

Fram hefur komið að mikil óvissa ríki um hvort Reykjavíkurmaraþonið geti farið fram vegna aðgerða gegn kórónuveirunni, en samkvæmt óbreyttu skipulagi á maraþonið að fara fram laugardaginn 22. ágúst. Um helgina greindi mbl.is frá því að maraþonið færi ekki fram nema með samþykki sóttvarnayfirvalda.

Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, segir í samtali við Morgunblaðið að gera megi ráð fyrir því að tekin verði ákvörðun um örlög maraþonsins á fundinum í dag. Um 4.000 þátttakendur hafa skráð sig til leiks, en óvíst er hvort allur sá fjöldi skili sér. Margir erlendir þátttakendur skráðu sig í upphafi árs og talið er ólíklegt að þeir muni allir taka þátt fari hlaupið fram. „Við liggjum bara undir feldi og svo ætlum við að hittast og ræða stöðuna,“ segir Frímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »