Þrjú innanlandssmit í gær

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, tvö á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tvö smit greindust við landamærin, en í báðum tilfellum er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

233 sýni voru greind hjá sýkla- og veirufræðideildinni í gær, 534 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2.268 við landamærin.

Alls eru 83 í einangrun með virk smit og 734 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina