Tvö brunaútköll í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í tvígang í nótt vegna eldsvoða. Í fyrra skiptið var það vegna eldamennsku í heimahúsi sem fór úr böndunum en í hinu síðara, klukkan 1:15, hafði verið kveikt í einnota grilli og rusli fyrir utan ísbúðina í Laugalæk.

Að sögn varðstjóra gekk slökkvistarf greiðlega fyrir sig á báðum stöðum. 

mbl.is