Vilja ekki tengjast smálánum

Björn Líndal (l.t.h.) með starfsfólki sparisjóðs Strandamanna.
Björn Líndal (l.t.h.) með starfsfólki sparisjóðs Strandamanna.

Björn Líndal Traustason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna, segir að forsvarsmenn sjóðsins vilji koma því á hreint að sjóðurinn þjónusti ekki fyrirtæki sem koma að smálánastarfsemi.

Þessi mál hafi þegar verið tekin til endurskoðunar og tilgangurinn sé að leiðrétta umræðu undanfarinna daga.

Nýkjörin stjórn Sparisjóðs Strandamanna ákvað að grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir aðkomu sjóðsins að smálánastarfsemi, meðal annars með uppsögn á viðskiptasamböndum, að því er fram kom í yfirlýsingu stjórnar á föstudag. Var þar jafnframt vakin athygli á því að útgreiðsla smálána hafi aldrei verið heimil í gegnum Sparisjóðinn, hvorki í gegnum bankareikninga né öpp með tengingar við Sparisjóðinn.

„Allir nýir sem koma í viðskipti við okkur fara í gegnum ansi þröngt nálarauga,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið, og bendir á að gengið sé úr skugga um að fyrirtæki, sem sjóðurinn þjónusti, komi ekki að starfsemi smálánafyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »