„Víti til varnaðar fyrir einkaaðila“

Siglufjörður er orðinn ferðamannabær.
Siglufjörður er orðinn ferðamannabær. mbl.is/Stefán Einar Stefánsson

Róbert Guðfinnsson, veitingamaður, hóteleigandi og eigandi Rauðku ehf. á Siglufirði, telur Fjallabyggð ekki hafa staðið við samkomulag um uppbyggingu í bænum, í samræmi við samning sem undirritaður var árið 2012.

Hann segir málin horfa þannig við sér að ástæða sé fyrir einkaaðila að varast það að skrifa undir samkomulag líkt því sem var gert á sínum tíma. Róbert hefur m.a. byggt upp veitingastaði, hótel, golfvöll og skíðasvæði á Siglufirði. „Siglufjörður var ekki ferðamannabær, heldur fiskimannabær. Menn sammæltust um að í umbreytingaferlinu þyrfti að gera fleira en að byggja upp hótel og veitingastaði. Það þurfti að gera byggðarlagið þannig að það væri aðlaðandi,“ segir Róbert í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Róberts bar sveitarfélaginu að endurskipuleggja miðbæinn og tangann sem er uppfyllingarsvæði sem átti að byggja upp sem útivistasvæði. „Nú er ég búinn að byggja allt mitt upp og verja milljörðum í uppbyggingu en sveitarfélagið hefur ekki staðið við sinn hlut,“ segir Róbert.

Nýlega var kölluð til sáttanefnd eins og kveðið var á um að hægt væri að gera samkvæmt samkomulaginu. Að sögn Róberts var óskað eftir því að bærinn myndi setja það á blað hvernig hann myndi standa við samkomulagið. „En menn vilja ekki gera það. Heldur vilja bara blaðra um að það eigi að gera þetta og hitt,“ segir Róbert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »