Guðlaug verður áfram lokuð

Guðlaug er á Akranesi.
Guðlaug er á Akranesi. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Tekin hefur verið ákvörðun um að Guðlaug verði lokuð áfram til og með 14. ágúst. Áður hafði verið tek­in ákvörðun um að loka Guðlaug frá og með 31. júlí og fram yfir síðastliðna helgi. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. 

Er þetta sökum breyttra aðstæðna í samfélaginu sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar. Eftir að hafa endurskoðað framangreinda afstöðu var talin ástæða til að hafa áfram lokað. 

Sömu­leiðis var búið að loka lík­ams­rækt­ar­sal á Jaðars­bökk­um til a.m.k. 10. ág­úst, þar sem ekki verður unnt að fylgja til­mæl­um sótt­varna­lækn­is um þrif á tækj­um og aðstöðu.

mbl.is