Níu innanlandssmit

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Níu kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og eru alls 91 í einangrun með virkt smit. Eitt þeirra smita sem greindist við landamæri Íslands í fyrradag reyndist virkt.

Þetta kemur fram á covid.is.

Enginn er á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits og 746 eru í sóttkví.

233 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, 534 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2.268 við landamærin.

mbl.is