Sendir Líbönum samúðarkveðjur

Guðni segir hug Íslendinga vera hjá líbönsku þjóðinni.
Guðni segir hug Íslendinga vera hjá líbönsku þjóðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent samúðarkveðju til Michel Aoun, forseta Líbanons, í kjölfar sprengingarinnar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, í gær. Segir forsetinn að hugur landsmanna sé nú hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Hann minnti á að íslensk stjórnvöld væru boðin og búin til aðstoðar.

Tilkynningin í heild sinni: 

SAMÚÐARKVEÐJA TIL LÍBANA

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag, miðvikudaginn 5. ágúst 2020, samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Michel Aoun forseta Líbanons í tilefni af hinni mannskæðu sprengingu í Beirút, höfuðborg landsins. Forseti sagði að hugur landsmanna væri nú með þeim sem söknuðu ástvina og hefðu misst heimili vegna þessa skelfilega atburðar og minnti á að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir.

5. ágúst 2020

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert