Skilar tillögum til ráðherra á morgun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar á morgun tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans vegna sýnatöku undanfarna daga.

Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrr í dag að verið væri að skoða breytt fyrirkomulag skimunar, án þess að fara nánar út í hvert nýja fyrirkomulagið yrði.

Leiða má líkur að því að fleiri lönd lendi á rauðum lista og þurfi því að skima farþega frá þeim löndum. Farþegar frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi sleppa við skimun við landamærin eins og staðan er núna.

Karl G. Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að álagið hefði verið mikið á deildinni undanfarna daga en sýnafjöldi á landamærum hefur þrisvar farið yfir 2.000 sýna mörkin.

Hann telur enn fremur líklegt að þurfi að takmarka fjölda ferðamanna sem hingað koma.

mbl.is