Skimun ekki í boði fyrir einkennalausa

Alma Möller landlæknir ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlæknir skömmu áður en …
Alma Möller landlæknir ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlæknir skömmu áður en fundurinn hófst. Ljósmynd/Lögreglan

Alma D. Möller landlæknir segir skimun hjá heilsugæslum ekki í boði fyrir einkennalausa einstaklinga. Slík skimun hefur verið unnin af Íslenskri erfðagreiningu en fólk þarf þó að fá boð um að koma í skimun að svo stöddu. 

Fram kom í máli Ölmu á upplýsingafundi almannavarna í dag að einkennalausir einstaklingar hafi falast eftir skimun hjá heilsugæslum. Hún segir að heilsugæslur anni þó aðeins sýnatökum hjá þeim sem hafa einkenni. 

Varðandi COVID-19 rakningarforritið segir Alma að virk tæki með forritið séu nú 190.000. Rúmlega 63.000 tæki hafa hlaðið forritinu niður síðan í júní sem bendir til þess að ferðamenn sæki forritið við komuna til landsins. Alma segir forritið eingöngu skrá ferðir í símtækið en að ekki sé verið að skoða gögnin miðlægt. Þá bendir hún fólki á að leyfa rakningu ferða í forritinu, en nánari leiðbeiningar um það verða gefna úr fljótlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert