Fjögur ný innanlandssmit

Frá daglegum blaðamannafundi almannavarna.
Frá daglegum blaðamannafundi almannavarna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og tvö hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Tvö smit greindust við landamærin, en niðurstöðu mótefnamælingar er beðið.

498 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, 327 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2.154 á landamærunum.

97 eru í einangrun með virk smit og 795 eru í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is