Landnámshænan varð gjaldþrota

Tignarlegir hanar.
Tignarlegir hanar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Íslenska landnámshænan ehf., Dísukoti, Rangárþingi ytra, var tekin til gjaldþrotaskipta í lok apríl sl. og er skiptum lokið, að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Samtals var lýst kröfum að fjárhæð kr. 4.750.649 auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta en engum forgangskröfum var lýst.

Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »