Líta vel út en ekki alltaf öruggar

Þessar stúlkur mátuðu grímur í versluninni Spútnik í gær. Ekki …
Þessar stúlkur mátuðu grímur í versluninni Spútnik í gær. Ekki er víst að tískugrímur veiti nægar varnir. mbl.is/Árni Sæberg

„Tískugrímur“ skjóta nú uppi kollinum í verslunum hér á landi, sem og erlendis. Þó er ekki alls kostar ljóst hvort í þeim felist næg vernd frá smiti, þar sem heilbrigðisyfirvöld gera ríkar kröfur um hönnun og gerð grímna, séu þær notaðar til að verjast smiti.

Alma D. Möller landlæknir segir að grímurnar verði að hafa þrjú efnislög. „Miðlagið þarf að draga í sig raka og síðan er ekki sama hvaða efni eru notuð,“ segir Alma.

Spurð hvort hún mæli gegn notkun tískugrímna segir Alma að hún myndi sannfæra sig um að hönnun grímnanna sé samkvæmt öryggisstöðlum, sem settir hafa verið fram af heilbrigðisyfirvöldum.

„Það er ekkert gagn í því að taka bara eitthvert efni og sauma grímu í stíl við kjólinn,“ segir Alma í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »