Menn í sjónum við Álftanes

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu ásamt öðrum viðbragðsaðilum voru kallaðar út um hálftólf í dag vegna manns sem tilkynnt var um í sjónum við Hrakhólma sem eru rétt utan við Álftanes.

Fljótlega kom í ljós að um var að ræða tvo menn en á þessari stundu er ekki ljóst hvort þeir voru á báti, kajak eða hvernig kom til að þeir voru í sjónum, að því er Slysavarnafélagið Landsbjörg greinir frá. 

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var annar maðurinn uppi á skeri við Hrakhólma en hinn hafði rekið í burtu. Fannst hann skjótt og eru þeir báðir nú komnir í hendur sjúkraflutningamanna og virðast báðir í góðu ásigkomulagi, að því er fram kemur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert