Tveir lögregluþjónar í sóttkví

Lögregluþjónarnir tveir meðhöndluðu smitaðan einstakling og leikur grunur á að …
Lögregluþjónarnir tveir meðhöndluðu smitaðan einstakling og leikur grunur á að þeir hafi smitast við störf sín. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir lögregluþjónar lögregluembættisins á Norðausturlandi eru í sóttkví þar sem þeir áttu í samskiptum við manneskju sem síðar reyndist smituð. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.

Lögregluþjónarnir munu fara í skimun og sæta 14 daga sóttkví óháð niðurstöðu skimunar.

Fréttin hefur verið uppfærð er þar stóð áður að lögreglumennirnir væru grunaðir um smit. Það eru þeir ekki og sýna engin einkenni. 

mbl.is