Brutust inn í geymslur og földu þýfi

Þýfi úr öðrum geymslum fannst í geymslu sem var opin …
Þýfi úr öðrum geymslum fannst í geymslu sem var opin við komu lögreglu og íbúa á vettvang. Ljósmynd/Aðsend

Brotist var inn í fjölda geymsla í Bríetartúni fyrr í vikunni. Ein geymsla var opin þegar íbúar og síðar lögregla uppgötvuðu þjófnaðinn og hafði þýfi verið komið fyrir í henni. 

Samkvæmt heimildum mbl.is komu íbúar að geymslunni sem var þá opin. Í henni átti aðeins að vera eitt borð, en talsvert þýfi hafði verið skilið eftir í henni. Þá voru ummerki um að þjófarnir hafi reynt að brjótast inn í byssuskáp og haglaskot og fleira lágu á víð og dreif um geymsluna. Þá er mikill umgangur um bílakjallarann allan sólahringinn, en innangengt er í geymslurnar þaðan. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var brotist inn í um 10 geymslur. Lögregla staðfesti einnig að ein geymsla hafi verið opin og að í henni hafi fundist þýfi úr öðrum geymslum. Málið er nú til rannsóknar. 

Þjófarnir reyndu að komast yfir skotvopn sem geymd voru í …
Þjófarnir reyndu að komast yfir skotvopn sem geymd voru í byssuskáp. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert