Fljótandi kútar veita sjósundfólki aukið öryggi

Björgunarkútar við Sjósundsiðkun.
Björgunarkútar við Sjósundsiðkun. mbl.is/Árni Sæberg

Fljótandi kútar njóta aukinna vinsælda á meðal sjósundfólks og veita þeir aukið öryggi, að sögn Hinriks Ólafssonar leikara og sjósundkappa. Í kútnum er hægt að hafa orkubita, drykki og síma en hann flýtur með þeim sem festir hann á sig og getur sá hinn sami gripið í kútinn og haldið sér þannig á floti ef eitthvað kemur upp á.

Hinrik notar kútinn sjálfur þegar hann kemst í núvitundarástand í sjónum. „Þegar maður kemst einhvers staðar út í voginn þá gríp ég um kútinn og læt mig fljóta og sofna í svona 3 mínútur.“ Hinrik segir að stefnt sé að því að kútar sem þessir verði staðalbúnaður fyrir þau sem í sjónum synda. „Þetta er eins og með allar aðrar íþróttir, við verðum að nýta öll tæki til þess að gæta fyllsta öryggis og þetta er liður í því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »