Ítrekuð afskipti af manni á partíhjóli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af manni á reiðhjóli með stórt hátalarabox vegna tónlistarhávaða í nótt. Fyrst voru afskipti höfð af manninum klukkan eitt, aftur klukkan 2:55 og síðar barst önnur tilkynning, en þá var maðurinn farinn þegar lögregla kom.

Maðurinn verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is