Missti meðvitund eftir fall af mótórkrosshjóli

Karlmaður um tvítugt féll af mótorkrosshjóli sínu á mótorkrossbraut í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi og missti meðvitund. Hann fann til eymsla eftir fallið og var komið undir læknishendur. Ekki er ljóst hve mikil meiðsl hans voru, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá féll maður í jörðina í gærmorgun þegar stigi sem hann stóð í rann undan honum er hann vann við endurnýjun á þakkanti húss. Maðurinn rak höfuðið í vegg hússins við fallið og var fluttur til aðhlyttningar á Landspítala.

mbl.is