„Mjög fá“ nýsmitaðra í sóttkví

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Mjög fá þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví áður en þau fóru í sýnatöku. Enginn liggur inni á spítala vegna veikindanna en verið er að athuga hvort leggja þurfi nokkra inn.

Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, við mbl.is.

17 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands síðasta sól­ar­hring, 13 hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og fjög­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. 

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við mbl.is að staðfest til­felli í gær séu mörg hver frá fólki sem fór ansi víða um síðustu helgi; versl­un­ar­manna­helg­ina og hitti marga.

Uppfært: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að sjö af 17 sem greindust í gær voru í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert