Nú eru börnin skírð með skel

Sr. Aldís Rut Gísladóttir skírði Ágúst Darra Tryggvason, sem móðursystir …
Sr. Aldís Rut Gísladóttir skírði Ágúst Darra Tryggvason, sem móðursystir skírnarbarnsins, Sandra Lind Stefánsdóttir hélt á. Í hendi prests er hörpuskel, mikið þarfaþing. mbl.is/Árni Sæberg

Hertar sóttvarnareglur vegna kórónuveirunnar hafa leitt af sér breytingar á flestu í samfélaginu, svo sem um tveggja metra fjarlægð milli fólks sem ber að forðast snertingu.

Nýjast í því sambandi er að nú nota sumir prestar skeljar til að ausa vatni yfir höfuð barnsins við skírn til að koma í veg fyrir snertingu. Við skírnarathöfn í Mosfellsbæ í gær var þetta hátturinn sem séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju í Reykjavík, hafði á þegar skírður var Ágúst Darri Tryggvason, sonur Sonju Petru Stefánsdóttur og Tryggva Pálssonar.

Allt hefur þetta svo skírskotun í söguna og langt aftur því sagan segir að Jóhannes skírari hafi skírt Jesú með því að hella vatni yfir höfuð hans með hörpuskel, rétt eins og séra Aldís Rut gerði í gær við athöfn sem var í heimahúsi.

Þegar kórónuveiran lét fyrst á sér kræla í vor var mörgum skírnarathöfnum slegið á frest og nú eru þær aðeins fyrir allra nánustu fjölskyldu barnsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »