Olía fór niður á hringtorgi við Esjumela

Horft yfir Mosfellsbæ, Álfsnes og Esjumela.
Horft yfir Mosfellsbæ, Álfsnes og Esjumela.

Olía lak niður úr bíl við hringtorgið á þjóðvegi 1 við Esjumela nú fyrir hádegi. Veginum var lokað í skamman tíma vegna málsins og var umferð svo stýrt í gegn meðan hreinsun stóð yfir.

Vinnu er nú að mestu lokið samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en vegfarendur eru varaðir við að sleipt geti verið á þessum stað og er fólk beðið um að aka varlega.

mbl.is