Réttardagurinn verður öðruvísi

Tungnaréttir. Meðan var og hét.
Tungnaréttir. Meðan var og hét. mbl.is/Sigurður Bogi

Sóttvarnareglur ráða því að fjallferðir og réttir í sveitum landsins í haust verða með breyttu sniði frá því sem verið hefur.

„Ég tel einsýnt að vegna fjarlægðarreglna og fjöldatakmarkana þurfi að takmarka fjölda þess fólks sem mætir í Tungnaréttir, sem verða 12. september. Við erum líka í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld vegna þessa,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Núna vinnum við út frá þeirri sviðsmynd að frá hverjum bæ sem fé er rekið á fjall megi tiltekinn fjöldi koma í réttirnar til að draga féð í dilka. Síðustu árin hafa um 5.000 fjár verið í Tungnaréttum og þúsundir manna mætt til að fylgjast með réttarstörfunum en líka til að sýna sig og sjá aðra. Með söng og gleði hefur þetta verið eins konar þjóðhátíð, sem núna dettur út að minnsta kosti í ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert