Smitrakningateymið verður þrefaldað

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna.
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Ljósmynd/Lögreglan

Nú starfa rétt tæplega 20 manns í smitrakningateymi almannavarna en teymið samanstóð af um 60 manns þegar faraldur kórónuveiru stóð sem hæst hérlendis síðasta vor. Eins og áður hefur komið fram hefur smitum fjölgað verulega að undanförnu og segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, að starfsmannafjöldi teymisins muni væntanlega þrefaldast á næstunni. 

Jóhann segir að smitrakningin gangi jafn vel nú og hún gerði í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum að vinna alveg sömu vinnuna og erum eiginlega að sjá alveg sömu niðurstöður. Við erum búin að tengja rosalega marga hópa saman. Svo er spurning hvernig þeir tengjast innbyrðis. Þetta veltur allt á því úr hvaða upplýsingum við höfum að vinna.“

Jóhann telur að rakningarapp almannavarna standi fyrir sínu.
Jóhann telur að rakningarapp almannavarna standi fyrir sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Virðist fyrst skjóta upp kollinum sitt á hvað

Spurður um það hvort nú sé meira um það að smit komi upp hjá ótengdum aðilum segir Jóhann: 

„Þegar fram í sækir verður auðveldara að sjá tengingar en svona í byrjun virðist þetta skjóta upp kollinum sitt á hvað þó við sjáum vissulega sjáum strax tengingar. Þegar einn greinist þá eru oft einhverjir fleiri smitaðir í kringum hann.“

Jóhann telur að rakningarapp almannavarna standi fyrir sínu, það gefi upp staðsetningar þess sem smitaður er en veiti teyminu ekki upplýsingar um það hverjir hafi verið á þeim stöðum á sama tíma og sá smitaði. 

Bluetooth tæknin muni koma að gagni

Tæknirisarnir Google og Apple vinna nú að Bluetooth tækni sem felst í því að þegar sím­ar eru ná­lægt hvor öðrum og virkni blu­et­ooth-tækn­inn­ar hef­ur verið heim­iluð af eig­end­um sím­anna skipt­ast sím­arn­ir á leynikóðum. Þegar leyfi er gefið fyrir notkun upplýsinganna sem verða  til með þessari tækni fá þau sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling skilaboð í sína síma um að hafa samband við rakningarteymið vegna fyrri nálægðar við smitaðan einstakling. 

Ævar segir að þessi tækni muni að öllum líkindum koma að gagni. „Það er náttúrulega allt annað. Þá ertu kominn með staðsetningar og tengingar.“

Hefur lítið vægi að greina leið fyrsta smitsins

Enn er óvitað hvernig það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu barst til landsins og segir Ævar að smitrakningateymið leggi ekki sérstaka áherslu á að komast að því. 

„Það er í raun bara verið að að bregðast við þeim smitum sem upp eru komin. Það [að finna út hvernig smitið barst til landsins] mun í raun ekki gefa neina niðurstöðu hvort eð er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert